Snjallari gæðastjórnun á ferðinni

CCQ (e. Cloud Compliance & Quality) er ný skýjalausn sem stendur fyrir Gæðahandbók, Ábendingar, Úttektir og Áhættustjórnun. Lausnin hlítir kröfum og stöðlum og er með innbyggða aðferðafræði, sem byggir á 20 ára reynslu Focal.

CCQ er viskubrunnur fyrirtækis þar sem þekking og kunnátta mannauðsins er geymd ásamt mikilvægum upplýsingum um uppbyggingu og rekstur fyrirtækisins.

CCQ gerir notanda mögulegt að nálgast gögn og upplýsingar hvar og hvenær sem er, óháð tækjum. Til þess að einfalda nálgun á mikilvægar upplýsingar getur notandi sett upp sitt eigið lesborð út frá verkefnum og kröfum tengt starfi sínu. Allar einingar eru með innbyggðri virkni til að einfalda daglegan rekstur í gæðastjórnun.